Fréttir & tilkynningar

25. janúar 2012

Almennir félagsfundir


Fundur var haldinn að Þarabakka 3 í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar og annar á Greifanum á Akureyri laugardaginn 11. febrúar.
Á dagskrá var staða ökukennslu á Íslandi og önnur mál.

12. september 2011

Ný reglugerð um ökuskírteini tók gildi 9. sept. 2011


Þann 9. sept. 2011 tók gildi ný reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011. Hún kemur í stað reglugerðar um ökuskírteini nr. 501/1997 og reglugerðar um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla nr. 327/1999.


Sjá reglugerðina, pdf-skjal 690 kB

1. maí 2011

Fræðslumyndbönd Umferðarstofu


Á YoyTube eru 34 myndbönd sem Umferðarstofa hefur látið framleiða og geta nýst vel við kennslu.


Slóð inn á myndböndin.

17. apríl 2011

Ný afsláttarkjör fyrir félagsmenn


Stilling hf, Skorri hf og JHM sport ehf bjóða félagsmönnum afsláttarkjör gegn framvísum félagsskírteinis.
Sjá nánar.

3. nóvember 2010

OECD - samanburður slysatalna milli landa


Ný skýrsla frá OECD, International Transport Forum um samanburð og þróun slysatalna milli landa.
Opna skýrslu (pdf-10 síður 549 kB)

30. maí 2010

Ársþing 2010 var haldið 28. apríl s.l.


Á fimmta tug félagsmanna sátu ársþing félagsins sem haldið var að Grand Hótel Reykjavík 28. apríl 2010.
Engin breyting varð á stjórn, varastjórn, endurskoðendum, fulltrúum félagsmanna í Fræðslumiðstöð né fulltrúum í kjörnefnd. Í siðanefnd varð sú breyting að Sigurður Þór Elísson var kjörinn í stað Grétars Viðarssonar.
Sjá nánar stjórn og fulltrúa í nefndum.
23 sóttu um aðild að félaginu og voru allir samþykktir.

27. apríl 2010

Kennslumiðstöð Ökukennarafélags Íslands


Miðvikudaginn 28. apríl 2010 var kennslu- og prófasvæðið að Borgartúni 41 formlega tekið í notkun.
Með þessari aðstöðu skapast tækifæri til nútímalegri ökukennslu sem uppfyllir kröfur reglugerðar og námskrár.
Fyrsta námskeið Kennslumiðstöðvarinnar hófst á svæðinu 3. maí 2010,
sjá nánar vef Kennslumiðstöðvar.

6. apríl 2010

Frumvarp til umferðarlaga lagt fram á Alþingi


Frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fram á Alþingi, þskj. 943 - 553. mál.
Sjá frumvarpið og umfjöllun á vef Alþingis.

5. mars 2010

Nýjung fyrir ökukennara á ökuprófavef Frumherja


Frumherji býður ökukennurum nú að sjá stöðu prófa og árangur sinna nemenda á ökuprófavefnum.
Þá óskar Frumherji eftir því að símanúmer próftaka sé skráð við pöntun skriflegs prófs.
Sjá nánar ökuprófavef Frumherja fyrir ökukennara.