Ökukennaradagurinn í Osló

maí 11, 2012, 10:22 morgun


Ökukennaradagurinn í Osló verður dagana 12. og 13. október.



 


Undanfarin ár hefur norska ökukennarasambandið ATL boðið um miðjan október upp á fræðslu- og kynningaráðstefnu í Osló. Boðið verður upp á fróðlega og áhugaverða dagskrá eins og allir þeir, sem hafa sótt ökukennaradaginn, geta borið vitni um.


Í tengslum við ráðstefnuna hafa ökukennarar fengið tilboð um gistingu hjá:


Thon Hotell Slottsparken,
Wergelandsveien 5
0167 Oslo


Þar bjóða þeir gistingu fyrir:


Eins manns herbergi 925 norskar krónur


Tveggja manna herbergi 1225 norskar krónur.


 


Um þessar mundir er ódýrast að fljúga með Norwegian en það kostar nú frá 1290 Nkr. miðað við að farið verði á fimmtudegi og komið aftur á sunnudegi.


SAS býður einnig flug en það er á um 40.000 kr. (um 1700 Dkr.)


Svo er að sjálfsögðu Icelandair sem býður flug báðar leiðir frá 46.000 kr.


ÖÍ getur aðstoðað félagsmenn við bókun á herbergjum og flugi en félagið veitir ekki fjárstyrki til fararinnar. Vegna skráningar á ráðstefnuna þarf félagið að vita hverjir hyggjast sækja hana svo hægt sé að bóka viðkomandi.


Vefslóð á heimasíðu TraffikkLærerDagen er þessi: 


http://www.atl.no/artikkel/2769