Heimsókn bifhjólakennara til Svíþjóðar og Danmörku

ág. 28, 2012, 11:20 eftirmiðdegi


Bifhjólanefnd Ökukennarafélagsins (Björgvin Guðnason, Njáll Gunnlaugsson og Sigurður Jónasson) og fulltrúar Ökuskólans í Mjódd (Guðbrandur Bogason og Þórður Bogason) fóru í námsferð til Svíþjóðar og Danmerkur dagana 19. til 22. ágúst sl.


Í ferðinni var heimsóttur stór mótorhjólaklúbbur, SMC, í Uppsölum í Svíþjóð og fylgst með æfingum:





Einnig var farið á námskeið í áhættuvarnarakstri hjá Eksjö-traffikskole í Svíðþjóð. Voru menn á einu máli um að gott námskeið hafi verið að ræða:





Þá var aksturskennslusvæðið á Bulltofta í Malmö heimsótt og þar fengu menn kynningu á framkvæmd prófa. Hér má sjá prófdómara bifhjóla við hjólið sem hann ekur í verklegu prófi:





Á myndinni hér fyrir neðan má sjá kennara á Bulltofta útskýra fyrir okkar mönnum framkvæmd prófa:








Að lokum var farið til SAK í Kaupmannahöfn þar sem menn kynntust fyrirkomulagi og helstu nýjungum í bifhjólakennslu í Danmörku.


Það er von ÖÍ að ferðin stuðli að því að góð bifhjólakennsla á Íslandi verði betri en fyrirhugað er að kynna ferðina betur síðar.