Heimsóknir um landið

maí 18, 2019, 10:18 morgun


 


Í febrúar fór Stjórn Ökukennarafélags Íslands í ferð um Vesturland og heimsótti ökukennara í Borgarfirði. 


Nóg er að gera hjá ökukennurunum, en um 120-150 próftakar á ári eru á svæðinu og þurfa þeir að fara til Akraness til að taka ökuprófið. Nefndu þeir að aðstæður væru góðar til að stunda ökukennslu í fyrstu ökutímunum, en síðan væri einnig farið til Akraness og á höfuðborgarsvæðið til að fara í meira krefjandi ökutíma.


 


IMG 0474


Í apríl fór svo hluti stjórnar Ökukennarafélags Íslands í ferð til Akureyrar til að hitta ökukennara á Norðurlandi. Þar mynduðust áhugaverðar umræður um markmið og starfsemi félagsins og skemmtilegt var að heyra skoðanir félagsmanna á Norðurlandi. 


Félagsmennirnir voru sammála um að Ö.Í. ætti rétt á sér sem fagfélag allra ökukennara á Íslandi. Fram kom sú hugmynd að ökukennarar á Norðurlandi myndu stofna einhverskonar hóp með stuðningi Ö.Í. með það að markmiði að hittast og skiptast á skoðunum.


Þessar tvær heimsóknir voru mjög ánægjulegar og er það ætlun stjórnar að heimsækja fleiri landshluta á næstunni. 


fullsizeoutput 1c8a


fullsizeoutput 1c8c