Ný umferðarlög

feb. 7, 2020, 11:45 morgun


Í nýjum umferðalögum 2019/77 er tóku gildi 1. janúar sl. er skýrt tekið fram að óheimilt sé að hefja kennsluakstur fyrr en nemandi er búin að sækja um ökuskírteini og fá námsheimild. 


Fyrir bílprófið (B-flokk) má gefa út námsheimild 12 mánuðum fyrir 17 ára afmælið. Það er því hægt að sækja um ökuskírteini á 16 ára afmælisdaginn.


Umferðalög 2019/77


67. gr. Kennsluakstur.



  • Kennsluakstur á bifreið má því aðeins fara fram að hjá nemanda sitji ökukennari sem uppfyllir ákvæði 64. gr. sem þá telst stjórnandi bifreiðarinnar. Nemandi telst þó stjórnandi við prófakstur. Nú óskar maður sem hefur ökuskírteini eftir að æfa sig í akstri á ný í viðurkenndri kennslubifreið hjá ökukennara, og telst þá ökukennari stjórnandi bifreiðarinnar. Ákvæði 48.–50. og 52. gr. eiga þó ávallt einnig við um nemandann.

  • Ökukennari ber ábyrgð á að kennsluakstur fari fram á þeim stöðum og þannig að ekki stafi hætta af. Hann skal og gæta þess að eigi stafi óþörf eða veruleg truflun af kennsluakstrinum.

  • Ráðherra setur í reglugerð ákvæði um kennsluakstur á sérstökum lokuðum svæðum, m.a. ökugerðum. Má þar ákveða að kennsluakstur fari fram án þess að ökukennari sitji hjá nemanda.

  • Kennsluakstur má ekki fara fram fyrr en að fenginni námsheimild lögreglustjóra. Skal nemandi þá fullnægja skilyrðum b-liðar 2. mgr. 58. gr. og má ekki vera svo ástatt um hann að 7. mgr. 58. gr. eigi við. Sá sem sviptur hefur verið ökurétti má eigi hefja akstursþjálfun fyrr en einum mánuði áður en sviptingartímabil rennur út. Slík akstursþjálfun má því aðeins fara fram að hjá nemanda sitji ökukennari, sbr. 1. mgr.

  • Gefa má út námsheimild áður en aldursskilyrðum skv. 58. gr. er fullnægt fyrir:
    a. B-flokk 12 mánuðum fyrr,
    b. AM-, A1-, A2-, A-, BE- og T-flokk þremur mánuðum fyrr,
    c. C-, C1-, D- og D1-flokk sex mánuðum fyrr, enda hafi umsækjandi fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.