Bann við ökukennslu

mars 23, 2020, 8:56 eftirmiðdegi

Vegna banns heilbrigðisráðherra er ökukennurum óheimilt að sinna verklegri ökukennslu þar sem nálægð er minna en 2 metrar milli kennara og nemanda.

Bannið tekur gildi frá og með miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 24. mars.

Ökuskóli 3 hefur lokað á námskeið frá og með mánudeginum 23. mars þar til aðstæður breytast.

Ökupróf

Verkleg próf falla niður frá og með þriðjudeginum 24. mars en unnt verður að halda bóklegum prófum áfram þar til annað kemur í ljós.