BE réttindi

júní 18, 2020, 2:42 eftirmiðdegi


Aukinn áhugi er meðal ökumanna að ná sér í kerruréttindi þessa dagana (BE réttindi).


Þeir sem tóku bílprófið, B réttindi, fyrir 15. ágúst 1997 fengu sjálfkrafa B og BE réttindi.




kerra1


B réttindi:
Réttindi til að aka bifreið sem er skráð að hámarki 3500 kg að heildarþyngd og draga eftirvagn að auki sem er skráður að hámarki 750 kg að heildarþyngd.




kerra2


B réttindi:
Gefa að auki réttindi til að aka bifreið og eftirvagn sem eru samtals 3500 kg að skráðri heildarþyngd.




kerra3


BE réttindi: 
Gefa réttindi til að aka bifreið sem er skráð að hámarki 3500 kg að heildarþyngd og draga eftirvagn að auki sem er skráður að hámarki 3500 kg að heildarþyngd.


Leyfð heildarþyngt bifreiðar og eftirvagns er því alls 7000 kg.


ATH óheimilt er að draga þyngri eftirvagn en bifreiðin má draga. Í skráningarskírteini bílsins kemur fram hversu þungan eftirvagn bifreiðin má draga.