Stjórn Ökukennarafélagsins hefur ráðið framkvæmdastjóra frá 1. maí 2009. Ráðningin er í samræmi við starfsramma stjórnar sem samþykktur var á ársþingi 2008.

Guðbrandur Bogason fyrrverandi formaður hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í hlutastarf til fimm ára.

Á meðfylgjandi mynd er hinn nýi framkvæmdastjóri að undirrita ráðningarsamninginn.

Á ársþingi sem haldið var 28. apríl gaf Guðbrandur Bogason ekki kost á sér til endurkjörs. Jón Haukur Edwald var kjörinn nýr formaður.

Ökukennarafélagið hefur lengi unnið að því að fá stjórnvöld til að heimila afhendingu bráðabirgðaakstursheimilda til B-réttinda hjá Frumherja strax eftir að próftaki hefur staðist próf. Augljóslega er hér um að ræða mikinn þjóðhagslegan sparnað.
Þetta er nú orðið að veruleika fyrir þá próftaka sem sækja um próftökuheimild í fyrsta sinn frá og með 1. apríl 2009.

Sjá frétt á heimasíðu Frumherja

efa logo mynd

efa logo texti

ntulogo

Já - 40.2%
Nei - 54.6%
Hlutlaus - 5.2%

Fjöldi þáttakenda: 97
Þessari könnun lauk on: Mars 7, 2020