Fréttir og tilkynningar

24. október 2024
Endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara Endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara 7. nóvember n.k.

Þann 7. Nóvember n.k. mun Ökukennarafélag Íslands halda endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara. Námskeiðið er frá klukkan 17:30 til 21:30 í húsnæði félagsins að Þarabakka 3, 3. hæð.Kennari á námskeiðinu er Guðjón S. Magnússon ökukennari og leiðbeinandi í skyndihjálp.

Námskeiðsgjald: 6.000 krónur fyrir félagsmenn og 20.000 fyrir utanfélagsmenn.

Skráning fer fram hér

(ath, smella þarf á fyrirsögninga til að opna greinina og smella á hlekkinn)

Námskeiðslýsing:

Farið er yfir undirstöðuatriði skyndihjálpar, hin fjögur skref; tryggja öryggi, athuga viðbrögð, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.Farið er yfir þá samfélagslegu og lagalegu skyldu að einstaklingurinn þurfi að bregðast við í neyðartilfellum, hvernig sé unnið úr streitu í neyðartilfellum ofl.Farið er yfir og gerð grein fyrir mikilvægi þess að tryggja öryggi á vettvangi, björgun og flutningi slasaðra af slysstað og í hvaða tilfellum þurfi að færa slasaða einstaklinga.Farið er yfir grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuðtæki og verkleg endurlífgun kennd. Einnig verður hliðarlega sýnd og æft verður losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.Farið verður yfir helstu bráða sjúkdóma og farið yfir einkenni og rétt viðbrögð til að bregðast við þeim. Einnig verður yfirferð yfir höfuð-, háls og hryggáverka og rétta meðferð við beina-, liðamóta og vöðvaáverkum.Farið verður yfir hvernig stöðva skuli blæðingu og bruna og rétt meðferð kennd, sagt frá ofkælingu, hitaslagi og drukknun.

Þekkingarviðmið Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

Fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar sem eru að; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálpEndurlifgun og notkun á sjálfvirku hjartastuðtækiHelstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeimRéttum viðbrögðum í slysum og áverkum

Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: • Meta ástand sjúkra og slasaðra • Veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi • Að nemandinn viti og skilji hvaða viðbrögðum á að beita hverju sinni

Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: • geta veitt endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum • geta brugðist rétt við ef um veikindi er að ræða • geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu • geta veitt sálræna skyndihjálp • að nemandinn geti veitt viðeigandi skyndihjálp af öryggi í þeim aðstæðum sem upp kunna að koma

Námsmat Námskeiðið er 4 klst. og byggir á fyrirlestrum, myndböndum, verklegum æfingum og virkni nemenda í tíma

Skráning hér

24. september 2024
Breyting á opnunartíma skrifstofu

Tilkynning frá skrifstofu.

Frá og með 1. október mun opnunartími skrifstofu ÖÍ, Þarabakka 3 breytast.

Opið verður þriðjudaga og fimmtudaga á milli 12:00-16:00

23. september 2024
Varðandi styrki frá stéttafélögum

Haft var samband við okkur varðandi endurgreiðslu og styrki frá stéttafélögum fyrir ökunám.

„Eingöngu er tekið við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum. „

Kv. Skrifstofa