mars 21, 2013, 11:49 morgun
Ágætu félagar.
Eins og áður hefurkomið fram mun nú á vordögum 2013 taka gildi endurskoðuð námskrá fyrirbifhjólanám. Þessari endurskoðun fylgja einnig nýjar kröfur í bifhjólaprófum. Að þessari endurskoðun hefur bifhjólanefnd Ökukennarafélags Íslands unnið náið með sérfræðingum Umferðarstofu. Með þessum nýju kröfum til náms og prófa fylgja margar merkar nýjungar á sviði bifhjólakennslu og -náms. Því hefurÖkukennarafélagið ákveðið að gangast fyrir námskeiði fyrir starfandi bifhjólakennara. Svo að námskeiðið verði metið sem endurmenntunarnámskeið þarf það að vera að lágmarki 7 tímar og mun það verða uppfyllt.
Staður: Borgartún 41, 105 Reykjavík (Kennslumiðstöð ÖÍ Kirkjusandi).
Tími og fyrirkomulag: 13.aprílkl. 8.30 til 16.30.
Skipting:
Gert er ráð fyrir 20 þátttakendum að hámarki að þessu sinni (og því er rétt að skrá sig sem fyrst). Síðar í vor er áætlað að halda annað námskeið ef næg þátttaka fæst og verður það auglýst síðar.
Námskeiðsgjald er kr. 39.000kr en skuldlausir félagsmenn ÖÍ fá 15.000 kr námsstyrk.
Leiðbeinendur verða: Björgvin Guðnason, Kjartan Þórðarson, Njáll Gunnlaugsson, Sigurður Jónasson og Þórður Bogason.
Þátttöku skal tilkynnatil skrifstofu Ökukennarafélags Íslands á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5670360 í síðasta lagi 10. apríl 2013. Taka skal fram hvort þátttakandi mætir á eigin bifhjóli eða hvort hann hyggst leigja bifhjól.
Gott er að greiða fyrirfram með millifærslu: Kt. 420369-6709. Banki 115-26-16670.
Athugið! Á þessum árstíma er allra veðra von og því getur þurft að breyta dagsetningunni en að sjálfsögðu vonum við að svo verði ekki.
Stjórnin.
Innskráning