jan. 7, 2015, 9:13 eftirmiðdegi
Í dag 7. janúar 2015 undirritaði forseti Íslands fyrstur vegfarenda Umferðarsáttmálann við athöfn í húsnæði Frumherja hf. að Hesthálsi í Reykjavík. Að lokinni undirritun afhenti forseti Íslands fjórum nýútskrifuðum ökunemum sáttmálann.
Frá og með morgundeginum 8. janúar 2015 verður nýútskrifuðum ökunemum boðið að skrifa undir umferðarsáttmálann að loknu verklegu B-prófi.
Eins og menn eflaust muna þá var forseta Íslands afhentur Umferðarsáttmáli vegfarenda við athöfn í Húsdýragarðinum þann 18. september 2013. Í ræðu sinni þar gerði forsetinn það að tillögu sinn að sáttmálinn yrði tengdur ökunámi og kom með þá hugmynd að nýútskrifuðum ökunemum byðist að undirrita sáttmálann.
Áframhaldandi vinna fór í gang þar sem unnið var að þessari hugmynd. Að þeirri vinnu komu lögreglan, Samgöngustofa, Frumherji og Ökukennarafélag Ísland.
Þess má geta að í nýrri kennslubók til B-réttinda verður Sáttmálinn kynntur og er það von okkar að ökukennarar og ökuskólar kynni sér Sáttmálann og komi innihaldi hans áfram til ökunema sinna.
Sjá nánar um Sáttmálann:
http://www.ruv.is/ras-2/umferdarsattmali-verdur-til
http://www.logreglan.is/fraedsla/skolafraedsla/
https://is-is.facebook.com/Vertutil/posts/256444051158448?stream_ref=10
http://www.forseti.is/Frettir/Ollfrettin/5480
http://www.logreglan.is/umferdarsattmali-allra-vegfarenda/
http://www.mbl.is/myndasafn/mynd/272309/
Björgvin Þór Guðnason, formaður ÖÍ
Innskráning