ág. 27, 2018, 11:32 morgun
Nýverið ver hámarkshraði lækkaður úr 90 km/klst. niður í 80 km/klst. á um 40% vega í Frakklandi eða um 400.000 km. Um er að ræða tveggja akreina vegi án vegriða á milli akreina.
Stjórnvöld fullyrða að fækka megi banaslysum um 350 - 400 á ári með þessari ákvörðun, en um 55% banaslysa verða á tveggja akreina vegum án vegriða þar í landi.
Með þessari ákvörðun eru Frakkar að fylgja mörgum öðrum þjóðum sem nú þegar hafa lækkað hámarkshraða á undanförnum árum.
Innskráning