nóv. 12, 2018, 11:34 morgun
Ökukennarafélag Íslands stóð fyrir náms- og skemmtiferð til Þýskalands og var gist í Heidelberg. Var ferðin á félagslegum grunni og líkt og fyrri ferðir á vegum félagsins hugsuð til þess að styrkja tengslin.
Ökukennararnir fóru á námskeið á sérhönnuðu æfingasvæði við Hockenheimring. Tveir þjálfarar sáu um námskeiðið og miðuðu æfingarnar að því að auka öryggi, opna á vitund og hugafar ökukennara. Aðstaðan til æfinganna er til fyrirmyndar og mikil og almenn ánægja var með námskeiðið.
Ökukennararnir heimsóttu ökuskóla í bænum Hockenheim. Skólastjórinn tók á móti hópnum ásamt stjórnarmanni í þýska ökukennarafélaginu og kynntu þeir ökunám í Þýskalandi. Mjög áhugavert var að kynnast hvernig ökunám fer fram í Þýskalandi. Meðal annars kom fram að ökukennarar eru ánægðir með starfsumhverfi sitt og ásókn er í ökukennaranám. Í Þýskalandi búa um 81 milljón manna og þrjár skólastofnanir bjóða uppá ökukennaranám. Það tekur þá 150 ökukennara sem útskrifast á hverju ári um eitt ár að ljúka námi.
Innskráning