Ársþing og endurmenntunarnámskeið

maí 14, 2019, 3:14 eftirmiðdegi


 


Þann 26. & 27. apríl síðastliðinn bauð Ökukennarafélag Íslands félögum sínum á endurmenntunarnámskeið sem haldið var af Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið var Ökunám, ökupróf og ökuskírteini þar sem farið var yfir reglugerð um ökuskírteini, námskrá fyrir almenn ökuréttindi, ökupróf, reglur, ferli og framkvæmd. Kennarar námskeiðsins voru þeir Holger Torp frá Samgöngustofu og Elvar Örn Erlingsson ökukennari.


Í lok dags 26. apríl bauð Brimborg ökukennurum að koma í heimsókn og skoða hentuga kennslubíla sem þeir bjóða uppá.


Screenshot 2019 05 18 at 12.44.40


Að loknu endurmenntunarnámskeiði 27.apríl hélt Ökukennarafélag Íslands ársþing sitt á Grand Hótel í Reykjavík. Félagsmenn mættu vel á þingið og ber það vott um að ökukennarar vilja eiga gott fagfélag fyrir sína stétt. Dagskrá var með hefðbundnum hætti


Formaður félagsins kynnti 25 nýja félaga í ÖÍ og bauð þau velkomin. Um er að ræða kraftmikinn hóp fólks sem styrkja mun stéttina.


Screenshot 2019 05 18 at 13.04.26


Stjórn Ö.Í. ákvað að veita félagsmönnum sem náð hafa 70 ára aldri og hafa starfað í stjórn heiðursmerki félagsins.


Þeir sem hlutu heiðursmerki Ö.Í. í þetta sinn voru:  Arnaldur Árnason, Grímur Bjarndal Jónsson, Pálmi B. Aðalsteinsson, Snorri Bjarnason, Stefán A. Magnússon, Þráinn Elíasson og Örnólfur Sveinsson.


fullsizeoutput 1d43


Holger Torp og Kjartan Þórðason láta brátt af störfum hjá Samgöngustofu. Af því tilefni veitti Ö.Í. þeim gullmerki félagsins fyrir áratuga gott samstarf.


IMG 0486