okt. 25, 2019, 12:50 eftirmiðdegi
Skemmtiferð Ökukennarafélags Íslands var farin nú í lok september og tóku 25 ökukennarar og þeirra makar þátt. Flogið var til München fimmtudaginn 19. september en ekið var í gegnum fjögur lönd í ferðinni. Byrjað var á að aka til Austurríkis og gist í litlum bæ við Bodensee sem heitir Bregenz.
Daginn eftir var ekið í gegnum Sviss og Alpana til Mílanó og þar var byrjað á að skoða Alfa Romeo safnið.
Á laugardeginum var ökuskóli í Mílanó heimsóttur og var mjög áhugavert að kynnast því hvernig ökunám fer fram á Ítalíu. Eftir það var frjáls dagur í Mílanó. Á sunnudeginum var ekið til Þýskalands og Arnarhreiður Hitlers skoðað. Var það mikil upplifun fyrir ferðalanga og allir á einu máli um það hve stórfenglegur þessi staður er.
Á mánudeginum var ekið til München, margir nýttu tækifærið og fóru á Októberfest eða skoðuðu sig um í borginni. Komið var heim á þriðjudegi.
Innskráning