Vegna COVID-19

mars 16, 2020, 11:41 morgun


Þar sem allir eru að spá í hvað við ökukennarar eigum að gera á þessum COVID-19 tímum þá viljum við benda á:


Varðandi kennslu útí bíl þá eru hlutirnir ekki nægjanlega á hreinu. Við mælum með að ökukennarar kynni sér fyrirmæli stjórnvalda um samkomubann


Hvað getum við gert?



  • Almennt hreinlæti, handþvottur, þrif á bíl á milli nemenda og fatnaði, sprittun.

  • Ath. að hreinsa þarf alla snertifleti s.s. stýri, gírstöng, stefnuljósarofa, handföng, spegil, sætisstillingar o.fl o.fl.

  • Að biðja nema að þvo sér um hendurnar fyrir og eftir ökutímann.

  • Að vera í hönskum eykur vörn, einnig að bjóða nemum einnota hanska og að spritta sig.

  • Við getum beðið ökunema um að koma ekki í tíma ef grunur leikur á smithættu, einkenni kvefs eða flensu. Einnig ef þeir hafa verið í samneyti við fólk sem hefur verið í sóttkví, einangrun eða greinst sýkt af COVID-19.

  • Við getum reynt að draga úr kennslu, skera niður nemendafjölda á degi hverjum og reynt þannig að dreifa álaginu og minnka smithættu.

  • Við viljum benda ökukennurum á að það minnkar hættu á smiti að vera ekki með fleiri aðila í bílnum en ökunemann, ekki taka með vini og ekki láta nemendur sækja og skutla hvor öðrum.

  • Gefa okkur tíma til að hreinsa bílana á milli nemenda.


Athuga þarf að sum efni s.s. spritt geta skemmt innréttingu s.s. leður.
Viðbragðsaðilar nota Oxivir til sótthreinsunar leðurinnréttinga í bílum.


Það er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir halda áfram kennslu eða taka hlé. Við viljum benda þeim ökukennurum sem eru komnir á efri ár og/eða eru haldnir undirliggjandi sjúkdómum að huga sérstaklega vel að sér.