okt. 20, 2020, 11:12 morgun
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar gilda enn sömu reglur um ökukennslu.
Til og með 3. nóvember 2020 er ökukennsla óheimil á höfuðborgarsvæðinu.
Þau sveitafélög sem falla undir höfuðborgarsvæðið er Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósahreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.
Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er ökukennsla heimil, en skylda er að nota andlitsgrímur þar sem ekki hægt er að tryggja 2 metra fjarlægð.
ATH! Öll ökukennsla á höfuðborgarsvæðinu er óheimil, þannig ekki er leyfilegt fyrir ökukennara sem starfa utan þess svæðis að koma með ökunema á höfuðborgarsvæðið og taka tíma þar.
Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 20. október
Innskráning