Áríðandi COVID-19 tilkyninng - ökukennsla óheimil um land allt

okt. 26, 2020, 1:55 eftirmiðdegi


Við viljum benda á frétt sem var að birtast á vef Samgöngustofu um mat heilbrigðisráðuneytisins að verklegt ökunám sé óheimilt um land allt vegna COVID-19.


Tekið af vef Samgöngustofu:


Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir tók gildi 20. október og gildir til og með 10. nóvember 2020. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er áfram óheimil.


Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt á gildistíma reglugerðar nr. 958/2020. Það skal tekið fram að framangreindar takmarkanir taka ekki til aðstæðna þar sem smithætta vegna nándar er ekki til staðar eða unnt er að virða 2 metra nálægðartakmörkun, t.d. ef ökukennari er ekki í sama ökutæki og nemandinn.


Fréttina má sjá hér