Ráðinn framkvæmdastjóri

maí 4, 2009, 10:25 eftirmiðdegi


Stjórn Ökukennarafélagsins hefur ráðið framkvæmdastjóra frá 1. maí 2009. Ráðningin er í samræmi við starfsramma stjórnar sem samþykktur var á ársþingi 2008.

Guðbrandur Bogason fyrrverandi formaður hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í hlutastarf til fimm ára.

Á meðfylgjandi mynd er hinn nýi framkvæmdastjóri að undirrita ráðningarsamninginn.