Endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara

okt. 24, 2024, 12:40 eftirmiðdegi

Endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara 7. nóvember n.k.

Þann 7. Nóvember n.k. mun Ökukennarafélag Íslands halda endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara. Námskeiðið er frá klukkan 17:30 til 21:30 í húsnæði félagsins að Þarabakka 3, 3. hæð.
Kennari á námskeiðinu er Guðjón S. Magnússon ökukennari og leiðbeinandi í skyndihjálp.

Námskeiðsgjald: 6.000 krónur fyrir félagsmenn og 20.000 fyrir utanfélagsmenn.

Skráning fer fram hér

(ath, smella þarf á fyrirsögninga til að opna greinina og smella á hlekkinn)

Námskeiðslýsing:

  • Farið er yfir undirstöðuatriði skyndihjálpar, hin fjögur skref; tryggja öryggi, athuga viðbrögð, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
  • Farið er yfir þá samfélagslegu og lagalegu skyldu að einstaklingurinn þurfi að bregðast við í neyðartilfellum, hvernig sé unnið úr streitu í neyðartilfellum ofl.
  • Farið er yfir og gerð grein fyrir mikilvægi þess að tryggja öryggi á vettvangi, björgun og flutningi slasaðra af slysstað og í hvaða tilfellum þurfi að færa slasaða einstaklinga.
  • Farið er yfir grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuðtæki og verkleg endurlífgun kennd. Einnig verður hliðarlega sýnd og æft verður losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
  • Farið verður yfir helstu bráða sjúkdóma og farið yfir einkenni og rétt viðbrögð til að bregðast við þeim. Einnig verður yfirferð yfir höfuð-, háls og hryggáverka og rétta meðferð við beina-, liðamóta og vöðvaáverkum.
  • Farið verður yfir hvernig stöðva skuli blæðingu og bruna og rétt meðferð kennd, sagt frá ofkælingu, hitaslagi og drukknun.

Þekkingarviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar sem eru að; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp
  • Endurlifgun og notkun á sjálfvirku hjartastuðtæki
  • Helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
  • Réttum viðbrögðum í slysum og áverkum

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• Meta ástand sjúkra og slasaðra
• Veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
• Að nemandinn viti og skilji hvaða viðbrögðum á að beita hverju sinni

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• geta veitt endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
• geta brugðist rétt við ef um veikindi er að ræða
• geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
• geta veitt sálræna skyndihjálp
• að nemandinn geti veitt viðeigandi skyndihjálp af öryggi í þeim aðstæðum sem upp kunna að koma

Námsmat
Námskeiðið er 4 klst. og byggir á fyrirlestrum, myndböndum, verklegum æfingum og virkni nemenda í tíma


Skráning hér