okt. 24, 2024, 12:40 eftirmiðdegi
Þann 7. Nóvember n.k. mun Ökukennarafélag Íslands halda endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara. Námskeiðið er frá klukkan 17:30 til 21:30 í húsnæði félagsins að Þarabakka 3, 3. hæð.
Kennari á námskeiðinu er Guðjón S. Magnússon ökukennari og leiðbeinandi í skyndihjálp.
Námskeiðsgjald: 6.000 krónur fyrir félagsmenn og 20.000 fyrir utanfélagsmenn.
(ath, smella þarf á fyrirsögninga til að opna greinina og smella á hlekkinn)
Námskeiðslýsing:
Þekkingarviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• Meta ástand sjúkra og slasaðra
• Veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
• Að nemandinn viti og skilji hvaða viðbrögðum á að beita hverju sinni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• geta veitt endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
• geta brugðist rétt við ef um veikindi er að ræða
• geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
• geta veitt sálræna skyndihjálp
• að nemandinn geti veitt viðeigandi skyndihjálp af öryggi í þeim aðstæðum sem upp kunna að koma
Námsmat
Námskeiðið er 4 klst. og byggir á fyrirlestrum, myndböndum, verklegum æfingum og virkni nemenda í tíma
Innskráning