Nám í ökugerði

- breytingar í námskrá

mars 22, 2024, 10:40 morgun

Uppfærð námskrá fyrir almenn ökuréttindi birtist í stjórnartíðindum í gær, 21. mars 2024. Ekki var um verulegar efnislegar breytingar að ræða en þær breytingar sem nú þegar taka gildi við birtingu eru að ökunemi þarf að hafa lokið ökuskóla 1 og 10 verklegum kennslustundum til að geta stundað nám í ökugerði/ökuskóla 3 í stað skilyrða um ökuskóla 1 og 2 áður ásamt 12 verklegum kennslustundum. Með þessu móti hefur ökunemi rýmri tíma til að klára nám í ökugerði/ökuskóla 3 og stefnt er að því að fella alfarið niður undanþágur frá námi í ökugerði þegar fram líða stundir.

Athugið að í ljósi aðstæðna verður tímabundin almenn undanþága fyrir Norðurland, sem falla átti úr gildi 24. mars, framlengd.

stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=6fae0d46-6f26-47d8-a313-cb7150aaf936