Ökukennarafélag Íslands var stofnað 22. nóv. 1946
Félagsstarfið var ekki mikið fyrstu árin en 1959 færðist aukinn kraftur í starfsemi félagsins. Árið 1967 þegar undirbúningur fyrir breytingu yfir á hægri akrein stóð yfir, fór í gang mikil vinna hjá Ökukennarafélaginu. Hópur ökukennara fór þá til Svíþjóðar en Svíar höfðu þá nýverið skipt yfir í hægri umferð. Stofnaður var Ökuskóli 1967 sem þá var staðsettur í Suðurveri í Stigahlíð og í framhaldi af því fór Ökukennarafélagið að vinna að útgáfu ýmiskonar fræðsluefnis til allra ökuréttinda.
Árið 1988 kaupir Ökukennarafélag Íslands eign í Þarabakka 3 og flutti starfsemi sína í Móddina þar sem aðsetur félagsins eru enn í dag. Við þessa flutninga jókst félagsstarf til muna, auk þess sem bókaútgáfan varð blómlegri.
Árið 1991 voru meiraprófin færð frá Bifreiðaeftirliti ríkisins til ökuskóla. Grundvöllurinn að þessum flutningi var Ökuskólinn í Mjódd, sem þá var í eigu ÖÍ gat tekið að sér að yfirfæra meiraprófskennsluna. Farið var í að útbúa nýtt kennsluefni og aðstoða ökuskóla víðsvegar um landið í að koma sér í gang í meiraprófunum.
Árið 1997 var það gert að skyldu að nemendur færu í ökuskóla en fram að því hafði það verið valkvætt.
Ökuskóli 3 var stofnaður 2009 en þá var það gert að skyldu fyrir nemendur til almennra ökuréttinda að sækja nám í áhættuvarnarakstri. Ö3 var búið að vera baráttumál Ökukennarafélagsins í nær 30 ár.
NTU, Nordisk Trafikskole Union, eru samtök ökuskóla á norðurlöndum og hefur ÖÍ verið aðili að NTU síðan 1991
EFA, Europaische Fahrlerer Assoziation, eru samtök ökuskóla í Evrópu og hefur ÖÍ verið aðili að EFA síðan 2004
Innskráning