Jólakaffi ÖÍ 5. desember
Kæri ökukennari
Nú er komið að því að við félagsmenn hittumst í jólakaffi. Boðið verður uppá heitt súkkulaði og ýmislegt góðgæti. Jólakaffið verður í húsakynnum okkar að Þarabakka 3, 109 Reykjavík fimmtudaginn
5. desember n.k. klukkan 17:00 til 19:00.
Vonandi sjái þið ykkur fært að mæta, hitta félagana og endilega takið fjölskylduna með
Bestu kveðjur
Stjórnin
Árshátíð Ökukennarafélags Íslands 2025
Árshátíð Ökukennarafélags Íslands 2025 verður haldin laugardaginn 15. mars
Íslandshótel – Fosshótel Stykkishólmur
Skráning er hafin. Smellið á skráningarhnappinn hér fyrir neðan.
Skráningu lýkur 26. nóvember nk.
Fordrykkur - Þriggja rétta kvöldverður - Veislustjóri
Gleði og Dans– Gisting - Morgunverður
Verð fyrir pakkann:
A. Eingöngu Árshátíð 1 miði. 1.900kr
B. Eingöngu Árshátíð 2 miðar. 13.800
C. 1 miði á Árshátíð + gisting í einstaklings herbergi. 24.000 kr.
D. 2 miðar á Árshátíð + gisting í tveggja manna herbergi. 38.700 kr.
E. 1 miði á Árshátíð + gisting í einstaklings herbergi + auka nótt. 46.100 kr.
F. 2 miðar á Árshátíð + gisting í tveggja manna herbergi + auka nótt. 63.600 kr.
Smellið á hér fyrir skráningu.
Skráningu lýkur 26. nóvember nk.
Nánari dagskrá og matseðill auglýstur síðar.
Þetta verður bara gleði og gaman.
Stjórn ÖÍ.
Þann 7. Nóvember n.k. mun Ökukennarafélag Íslands halda endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara. Námskeiðið er frá klukkan 17:30 til 21:30 í húsnæði félagsins að Þarabakka 3, 3. hæð.
Kennari á námskeiðinu er Guðjón S. Magnússon ökukennari og leiðbeinandi í skyndihjálp.
Námskeiðsgjald: 6.000 krónur fyrir félagsmenn og 20.000 fyrir utanfélagsmenn.
Námskeiðslýsing:
Þekkingarviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• Meta ástand sjúkra og slasaðra
• Veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
• Að nemandinn viti og skilji hvaða viðbrögðum á að beita hverju sinni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• geta veitt endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
• geta brugðist rétt við ef um veikindi er að ræða
• geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
• geta veitt sálræna skyndihjálp
• að nemandinn geti veitt viðeigandi skyndihjálp af öryggi í þeim aðstæðum sem upp kunna að koma
Námsmat
Námskeiðið er 4 klst. og byggir á fyrirlestrum, myndböndum, verklegum æfingum og virkni nemenda í tíma
Þegar er orðið fullt á kennslufræðinámskeið sem haldið verður þann 14. október nk, kl 17:30 - 20:30 í húsnæði ÖÍ að Þarabakka 3, 3 hæð.
Næsta námskeið verður haldið 29. október nk og verður auglýst síðar.
ATH takmarkaður fjöldi þátttakenda er á námskeiðið.
Vistakstursnámskeið, FJARNÁMSKEIÐ, fyrir ökukennara verður haldið á vegum félagsins fimmtudaginn 17. október n.k. kl. 17:00 til 20:00.
Kennari: Ásgeir Gunnarsson bifvélavirkjameistari og ökukennari.
Námskeiðsgjald er 5000 krónur fyrir félagsmenn
Lengd námskeiðs: 3 kennslustundir.
Markmið námskeiðsins er samkvæmt námskrá fyrir endurmenntun ökukennara:
Að auka skilning á:
Endurmenntunarnámskeið haldið þann 7. nóvember kl 18:00-22:00 í kennslustofu á 3. hæð að Þarabakka 3
Námskeiðsgjald er 5000 krónur fyrir félagsmenn
Námskeiðslýsing:
Þekkingarviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• meta ástand sjúkra og slasaðra
• veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
• að nemandinn viti og skilji hvaða viðbrögðum á að beita hverju sinni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• geta veitt endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
• geta brugðist rétt við ef um veikindi er að ræða
• geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
• geta veitt sálræna skyndihjálp
• að nemandinn geti veitt viðeigandi skyndihjálp af öryggi í þeim aðstæðum sem upp kunna að koma
Námsmat
Námskeiðið er 4 klst. og byggir á fyrirlestrum, myndböndum, verklegum æfingum og virkni nemenda í tíma.
Samgöngustofa heldur Umferðarþing föstudaginn 20. september 2024 kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.
Þemað í ár er samspil ólíkra vegfarendahópa. Munu fulltrúar vegfarendahópa greina frá sínum fararmáta, hvað er gott við hann og hvaða áskorunum þau mæta.
Ríkissáttasemjari mun taka þátt í deginum með okkur. Mun hann leggja línurnar fyrir daginn og er ætlunin að nýta hans aðferðarfræði við að ná árangri. Einnig mun hann stýra pallborði í lok þingsins.
Verð: 7.500 kr
Hér að neðan má sjá dagskrána og hægt er að skrá sig hér.
Samgöngustofa hefur sett af stað herferð gegn símanotkun undir stýri sem ber heitið "Ekki taka skjáhættuna" og hvetur ykkur ökukennara að miðla þessu áfram til ykkar ökunema með þessum orðum:
Ökukennarar og ökuskólar spila lykilhlutverk í ökunáminu og því finnst okkur mikilvægt að koma þessum upplýsingum til ykkar í von um að þið miðlið þeim áfram til ykkar ökunema. Staðan er því miður þannig að allt of fáir vita af þessum möguleika. Samhliða herferðinni bjuggum við til kennslumyndbönd sem sýna hvernig hægt er að stilla á akstursstillingu í iPhone og Android. Kennslumyndböndin má finna hér fyrir neðan og við hvetjum ykkur eindregið til að nýta þau í ykkar kennslu.
Á vefnum https://skjahaetta.is/ má finna leiðbeiningar hvernig símar eru stilltir á akstursstillingu.
Ökuland stendur fyrir hópferð fyrir ökukennara (ef þátttaka er næg) í samstarfi við Ökukennarfélag Íslands til München í Þýskalandi 30. september til 4. október 2024.
Samgöngustofa metur námskeiðin í ferðinni til endurmenntunar, alls 8 stundir, og eru ökukennarar hvattir til þess að leita til síns stéttarfélags varðandi mögulega starfsmenntastyrki.
Auk þess að upplifa bjórhátíðina víðfrægu “Oktoberfest” verður borgin skoðuð, akstursnámskeið á fólksbíla og BMW mótorhjólum verða í boði ef næg þátttaka fæst. Eins er stefnt á að heimsækja Ökukennarafélag Bayern og ökuskóla á svæðinu.
HÉR má finna ferðatilhögun og dagskrá, verðskrá og nánari upplýsingum. Fararstjóri er Guðni Sveinn Theodórsson sem veitir nánari upplýsingar, gudni@okuland.is - sími 899 1779.
Skráning stendur til 31. maí 2024. Náist næg þátttaka í ferð verður staðfestingargjald, kr. 15.000 á mann innheimt með kröfu í heimabanka. Eftirstöðvar greiðast um miðjan ágúst 2024.
Það eru nokkur atriði sem við viljum upplýsa ökukennara um:
Rafræn próftaka hefst um allt land fimmtudaginn 16.maí 2024. Við byrjum á prófum fyrir B - flokk en í aðrir flokkar fylgja svo í kjölfarið.
Eftir að hafa farið yfir túlkun ökuprófa og kröfur til túlka hefur Samgöngustofa ákveðið að setja eftirfarandi skilyrði við viðurkenningu túlka:
Túlkur skal hafa löggildingu sem túlkur eða hafa lokið námi í samfélagstúlkun við Háskóla Íslands.
Ósk um samþykki Samgöngustofu sem túlkur í ökuprófi skal senda á netfangið okurettindi@samgongustofa.is ásamt ferilskrá og afriti af prófskírteinum.
Samgöngustofa áskilur sér rétt til að meta námsferil einstakra umsækjenda með tilliti til ofangreindra krafna.
Að gefnu tilefni vill SGS árétta að stilling ljósarofa á auto er ekki fullnægjandi í ökuprófi. SGS styður túlkun Frumherja á því atriði.
Að lokum er gaman að segja frá því að samþykkt námskrá fyrir starfsflokk 2, kennsluréttindi á bifhjól, var birt í stjórnartíðindum 17. apríl síðastliðinn og EHÍ hefur nú þegar hafið vinnu við skipulagningu náms fyrir starfsleyfisflokk 2.
Bókhald og rekstur, endurmenntunarnámskeið fyrir ökukennara, verður haldið í fjarnámi þann 8. maí n.k. kl. 18:00 til 21:00. ATH takmarkaður fjöldi þátttakenda er á námskeiðið.
Kennari: Þorsteinn S. Karlsson viðskiptafræðingur og ökukennari.
Námskeiðið er gjaldfrjálst fyrir félagsmenn.
Lengd námskeiðs: 3 kennslustundir.
Skráning á aka@aka.is
Markmið námskeiðsins er samkvæmt námskrá fyrir endurmenntun ökukennara:
Að ökukennarinn þekki:
Ársþing Ökukennarafélags Íslands var haldið nú um nýliðna helgi og var vel sótt af félagsmönnum. Tveir voru í framboði til formanns þ.e. Þuríður B. Ægisdóttir sitjandi formaður og Þórður Bogason en Reginn Þórarinsson dró framboð sitt til baka. Þuríður B. Ægisdóttir var endurkjörin formaður félagsins með afgerandi kosningu en hún var fyrsta konan til að hljóta kosningu sem formaður í félaginu fyrir tveimur árum síðan. Félagið var stofnað 22. nóvember 1946 og er fagfélag ökukennara og er markmið félagsins að vinna að auknu umferðaröryggi með betra ökunámi og er í samstarfi við systurfélög á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu.
Stjórn félagsins er nú skipuð að þingi loknu, Þuríður B. Ægisdóttir formaður og í aðalstjórn eru; Gunnsteinn Sigfússon Jóhannes Högnason, Kristinn Bárðason, Stefanía Guðjónsdóttir, Valur Örn Arnarson og Þorsteinn S. Karlsson. Í varastjórn félagsins eru; Frímann Ólafsson, Guðbrandur Bogason og Steindór Tryggvason.
Ökukennarafélag Íslands, Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar og Samgöngustofa bjóða til árlegs Vorfagnaðar bifhjólafólks fimmtudaginn 25. apríl - sumardaginn fyrsta!
Vorfagnaðurinn verður haldinn á svæði Ökuskóla 3 að Álfhellu í Hafnarfirði og hefst klukkan 13:00. Boðið verður upp á upprifjun fyrir sumarið, glæsilegar veitingar og spennandi brautarakstur sem allir geta tekið þátt í.
Þarna ægir saman öllum stærðum og gerðum hjóla, svo ekki sé talað um fólk og öll eru velkomin.
Hittumst, hjólum, njótum og förum örugg inn í sumarið ☀️
Sjá nánar á Facebook-viðburði
Nú er komið að skráningu á ársþing ÖÍ fyrir árið 2024.
Ársþingið verður haldið 20. apríl n.k. kl. 13:15 á Hilton Reykjavík Nordica í sal HI að Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Skráningarfrestur er til og með 18. apríl.
Smelltu hér til að skrá þig á þingið
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafðu samband við skrifstofu ÖÍ í síma 898-0360 eða á netfangið aka@aka.is
Ársþing Ökukennarafélags Íslands árið 2024 verður haldið 20. apríl n.k. kl. 13:15 á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2 108 Reykjavík.
Dagskrá ársþings:
Stjórn ÖÍ
Samkvæmt 16. gr. laga Ökukennarafélagsins þá skal halda Ársþing fyrir 1. maí ár hvert.
Kosning mun fara fram um þrjá stjórnarmenn í aðalstjórn ÖÍ til tveggja ára. Í framboði eru:
Gunnsteinn R. Sigfússon
Jóhannes Högnason
Þorsteinn S. Karlsson
Kosning mun fara fram um þrjá stjórnarmenn í varastjórn ÖÍ til eins árs. Í framboði eru:
Frímann Ólafsson
Guðbrandur Bogason
Steindór Tryggvason
Kosning til formanns, í framboði eru:
Reginn Þórarinsson
Þórður Bogason
Þuríður B. Ægisdóttir, sitjandi formaður
Endurmenntunarnámskeiðið Fagmennska og þjónsta ökukennara verður haldið á vegum félagsins þann 20. apríl n.k. kl. 10:00 til 12:00. Námskeiðið er samhliða ársþingi, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík og einnig í fjarfundi.
Kennari: Eyþór Eðvarsson MA vinnusálfræði.
Lengd námskeiðs: 2 kennslustundir.
Námskeiðið er gjaldfrjálst fyrir félagsmenn.
Skráning fer fram á skrifstofu Ökukennarafélags Íslands í s. 898 0360 eða á aka@aka.is
Markmið námskeiðsins er að ökukennarar:
Nú ætlum við að hita upp fyrir ársþingið okkar og halda félagsfund. Félagsfundurinn verður haldinn þann 13. apríl n.k. klukkan 11:00 í húsnæði félagsins að Þarabakka 3, 3. hæð 109 Reykjavík.
Efni fundarins er verkleg ökupróf (samtal). Við viljum skapa vettvang fyrir ökukennara til að ræða verkleg ökupróf.
Viðmiðunarkvarðann má finna á innri vef félagsins okkar.
https://www.aka.is/fundarger%C3%B0ir/vidmidunarkvardar/ Handbók ökuprófa | Ísland.is (island.is)
Heitt á könnunni og kleinur.
Stjórnin
BL Sævarhöfða býður félagsmönnum ÖÍ í heimsókn föstudaginn 19. apríl kl.17:30-19:00. Úrval bifreiða verða kynntar ásamt tilboði til ökukennara á ákveðnum tegundum bifreiða. Veitingar verða í boði.
Svo mögulegt sé að áætla fjölda þátttakenda vegna veitinga er gott að þið tilkynnið þátttöku í s. 898 0360 eða á aka@aka.is
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda annað Vistakstursnámskeið fyrir ökukennara fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:00 til 22:00. Námskeiðið verður haldið að Þarabakka 3, 3. hæð 109 Reykjavík.
Vinsamlega staðfestið þátttöku hér á aka@aka.is eða í s. 8980360.
Markmið námskeiðsins er samkvæmt námskrá fyrir endurmenntun ökukennara:
Að auka skilning á:
Uppfærð námskrá fyrir almenn ökuréttindi birtist í stjórnartíðindum í gær, 21. mars 2024. Ekki var um verulegar efnislegar breytingar að ræða en þær breytingar sem nú þegar taka gildi við birtingu eru að ökunemi þarf að hafa lokið ökuskóla 1 og 10 verklegum kennslustundum til að geta stundað nám í ökugerði/ökuskóla 3 í stað skilyrða um ökuskóla 1 og 2 áður ásamt 12 verklegum kennslustundum. Með þessu móti hefur ökunemi rýmri tíma til að klára nám í ökugerði/ökuskóla 3 og stefnt er að því að fella alfarið niður undanþágur frá námi í ökugerði þegar fram líða stundir.
Undanþágan gildir til og með 22. apríl 2024.
Athugið að í ljósi aðstæðna verður tímabundin almenn undanþága fyrir Norðurland, sem falla átti úr gildi 24. mars, framlengd.
stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=6fae0d46-6f26-47d8-a313-cb7150aaf936
Þann 8. mars sl. varð Jón Jónsson ökukennari 100 ára. Hann dvelur nú á Skjóli en þeir Guðbrandur Bogason og Snorri Bjarnason heimsóttu hann í tilefni aldarafmælisins og færðu honum blómvönd og kveðju frá Ökukennarafélaginu.
Jón starfaði sem bílstjóri uppi á velli eins og það var gjarnan kallað, þangað til hann lauk þar störfum 1953 eða 1954 og byrjaði sem bílstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Þar keyrði hann leiðir 6, 8 og 9. Einnig vann hann við ökukennslu.
Ökukennarafélag Íslands óskar Jóni hjartanlega til hamingju með 100 ára afmælið!
Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri.
En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest.
En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði.
Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja?
Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild, en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands.
Grein á Vísi þann 18. mars 2024.
Minnum á félagsfundinn sem verður haldinn miðvikudaginn 20. mars n.k. klukkan 20:00 í húsnæði félagsins að Þarabakka 3. Sævar Helgi Lárusson öryggisstjóri Vegagerðarinnar kemur og ræðir um vinnusvæðamerkingar og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg.
Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum fjarfundabúnað. Hlekkur kemur í tölvupósti til félagsmanna.
Þann 26. mars n.k. mun Ökukennarafélag Íslands halda endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara í Ökukennarafélagi Íslands. Námskeiðið er frá klukkan 17:00 til 21:00 í húsnæði Rauða krossins að Viðjulundi 1, 600 Akureyri.
Kennari á námskeiðinu er Þórarinn Steingrímsson leiðbeinandi í skyndihjálp.
Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið. Námskeiðið er gjaldfrjálst.
Skráning á aka@aka.is
BL Sævarhöfða ehf býður félagsmönnum ÖÍ í heimsókn að Sævarhöfða 2 næstkomandi fimmtudag þ.e. 14. mars frá klukkan 17:00 til 19:00.
Úrval bifreiða verða kynntar ásamt tilboði til ökukennara á ákveðnum tegundum bifreiða.
Veitingar verða í boði.
Svo mögulegt sé að áætla fjölda þátttakenda vegna veitinga er gott að þið tilkynnið þátttöku á aka@aka.is
VAR FRESTAÐ
Ökukennarafélag Ísland hefur fengið tilboð í MERKTAN fatnað fyrir ökukennara frá 66°Norður.
Í þessum bæklingi má finna allar upplýsingar um flíkurnar sem eru í boði.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LEGGJA INN PÖNTUN
Undir hverri mynd á pöntunarsíðunni er hægt er að velja stærð. Ef þið óskið eftir fleiri eintökum í sömu stærð tilgreinið þið það neðst við hverja flík með því að haka við "Other eða Annað” og tilgreinið magn í hverri stærð eða leggið inn aðra pöntun.
Hægt er að koma við í verslunum 66°Norður Miðhrauni 11 eða Faxafeni 12 og skoða vörurnar og máta.
Frestur til að panta er til 1. apríl 2024
Þuríður Berglind Ægisdóttir formaður ræðir við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um almenn leikreglur í umferðinni.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér.
Í Íslandi í dag var fjallað um ökunám. Þar fer Kristín Ólafsdóttir yfir kostnað, nýjungar og almennt vesen sem fylgir því að taka bílpróf, þar koma fram einhverjar staðreyndarvillur en þess má geta að þann hluta viðtalsins vann hún sjálf án þess að bera undir okkur. Síðar er rætt við Þuríði Berglindi Ægisdóttur, formann Ökukennarafélagsins, um kennsluna, nemendurna og umferðina almennt.
Þáttinn má sjá hér.
Ný reglugerð (nr. 250/2024) um umferðarmerki og notkun þeirra tekur gildi 1. mars 2024. Eldri umferðarmerki halda gildi sínu þar til þau verða fjarlægð eða þeim er skipt út. Gera má ráð fyrir að nemendur í skriflegu ökupróf verði spurðir út í nýju merkin frá 1. september en eftir 1. mars má gera ráð fyrir að nemendur verði ekki spurðir út í merki sem fallið hafa út úr reglugerðinni.
Á vef Samgöngustofu má finna ítarlegar upplýsingar um nýju reglugerðina, nýtt flokkunarkerfi og merki og þær breytingar sem hafa átt sér stað innan viðkomandi flokks
https://island.is/s/samgongustofa/umferdarmerki
Hér má finna glærur frá starfsfólki Samgöngustofu en þær Sigurlína Freysteinsdóttir, Anney Þórunn Þorvaldsdóttir og Margrét Birna Björnsdóttir komu til okkar á fundinn til að ræða rafræna próftöku og stafrænt ökunám. ATH að breytingin mun taka gildi í apríl 2024 og mun Samgöngustofa senda frá sér tilkynningu áður.
Ný reglugerð um umferðarmerki mun taka gildi þann 1. mars 2024. Hér neðar má sjá lokaútgáfu reglugerðarinnar með viðaukum, einnig hér á vef Samgöngustofu.
Ný merki munu ekki koma inn í ökuprófin fyrr en að sex mánuðum liðnum, þ.e. 1. september. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu má gera ráð fyrir að nemendur verði ekki spurðir út í merki sem fallið hafa út úr reglugerðinni frá og með 1. mars og verði fyrst spurðir út í nýju merkin frá 1. september.
Reglugerð_-_Lýsingarhluti.pdf
Viðauki_I_-_Notkun_umferðarmerkja.pdf
Viðauki_II_-_Breytileg_umferðarmerki.pdf
Viðauki_III_-_Notkun_hljóðmerkja.pdf
Viðauki_IV_-_Yfirborðsmerkingar.pdf
Innskráning