Þann 7. Nóvember n.k. mun Ökukennarafélag Íslands halda endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp fyrir ökukennara. Námskeiðið er frá klukkan 17:30 til 21:30 í húsnæði félagsins að Þarabakka 3, 3. hæð.
Kennari á námskeiðinu er Guðjón S. Magnússon ökukennari og leiðbeinandi í skyndihjálp.
Námskeiðsgjald: 6.000 krónur fyrir félagsmenn og 20.000 fyrir utanfélagsmenn.
(ath, smella þarf á fyrirsögninga til að opna greinina og smella á hlekkinn)
Námskeiðslýsing:
Þekkingarviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• Meta ástand sjúkra og slasaðra
• Veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
• Að nemandinn viti og skilji hvaða viðbrögðum á að beita hverju sinni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• geta veitt endurlífgun og kunna á sjálfvirk stuðtæki í neyðartilfellum
• geta brugðist rétt við ef um veikindi er að ræða
• geta bundið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
• geta veitt sálræna skyndihjálp
• að nemandinn geti veitt viðeigandi skyndihjálp af öryggi í þeim aðstæðum sem upp kunna að koma
Námsmat
Námskeiðið er 4 klst. og byggir á fyrirlestrum, myndböndum, verklegum æfingum og virkni nemenda í tíma
Tilkynning frá skrifstofu.
Frá og með 1. október mun opnunartími skrifstofu ÖÍ, Þarabakka 3 breytast.
Opið verður þriðjudaga og fimmtudaga á milli 12:00-16:00
Haft var samband við okkur varðandi endurgreiðslu og styrki frá stéttafélögum fyrir ökunám.
„Eingöngu er tekið við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum. „
Kv. Skrifstofa
Félagsfundur ÖÍ verður haldinn þann 23. september n.k. kl 19:30 að Þarabakka 3. 3 hæð.
Dagskrá
Framtíð húsnæðismála félagsins á þriðju hæð að Þarabakka 3 með möguleika á sölu og/ eða leigu á húsnæðinu.
Fundinum verður steymt í fjarfundi á Zoom og linkur sendur út á mánudaginn.
Stjórnin
Umferðarþing Samgöngustofu verður haldið föstudaginn 20. september kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.
Hér má sjá dagskrá þingsins en þemað í ár er samspil ólíkra vegfarendahópa. Munu fulltrúar vegfarendahópa greina frá sínum fararmáta, hvað er gott við hann og hvaða áskorunum þau mæta.
Ríkissáttasemjari mun taka þátt í deginum með okkur. Mun hann leggja línurnar fyrir daginn og er ætlunin að nýta hans aðferðarfræði við að ná árangri. Einnig mun hann stýra pallborði í lok þingsins.
Skrifstofa Ökukennarafélags Íslands er lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst vegna sumarleyfa. Hér á vefnum má finna lista yfir ökukennara, námsefni, verkefni og fleira tengt ökunámi. Vinsamlega hafðu samband við ökukennara til að skrá þig inn. Við bendum á vef Samgöngustofu, vef Sýslumanns og vef Frumherja sem annast ökupróf.
EN: The office is closed from July 15 to August 6 due to summer holidays. On our website aka.is you can find a list of driving instructors, learning materials, projects and more related to driving studies. Please contact your driving instructor to log in.
Skrifstofa Ökukennarafélags Íslands verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst 2024 vegna sumarleyfa.
Föstudaginn 14. júní sl. útskrifuðust 26 nýir ökukennarar frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námsbrautin er kennd í samstarfi við Samgöngustofu og Menntavísindasvið HÍ og samsvarar 30 ECTS einingum.
Ökukennarafélag Íslands óskar þeim til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í starfi.
Skrifstofa félagsins er lokuð í dag vegna veikinda.
Skrifstofa Ökukennarafélags Íslands verður lokuð miðvikudaginn 22. maí.
Innskráning