Skrifstofa ÖÍ verður lokuð fimmtudaginn 16. maí nk.
Ökukennarafélag Íslands, Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar og Samgöngustofa bjóða til árlegs Vorfagnaðar bifhjólafólks fimmtudaginn 25. apríl - sumardaginn fyrsta!
Vorfagnaðurinn verður haldinn á svæði Ökuskóla 3 að Álfhellu í Hafnarfirði og hefst klukkan 13:00. Boðið verður upp á upprifjun fyrir sumarið, glæsilegar veitingar og spennandi brautarakstur sem allir geta tekið þátt í.
Þarna ægir saman öllum stærðum og gerðum hjóla, svo ekki sé talað um fólk og öll eru velkomin.
Hittumst, hjólum, njótum og förum örugg inn í sumarið ☀️
Sjá nánar á Facebook-viðburði
Uppfærð námskrá fyrir almenn ökuréttindi birtist í stjórnartíðindum í gær, 21. mars 2024. Ekki var um verulegar efnislegar breytingar að ræða en þær breytingar sem nú þegar taka gildi við birtingu eru að ökunemi þarf að hafa lokið ökuskóla 1 og 10 verklegum kennslustundum til að geta stundað nám í ökugerði/ökuskóla 3 í stað skilyrða um ökuskóla 1 og 2 áður ásamt 12 verklegum kennslustundum. Með þessu móti hefur ökunemi rýmri tíma til að klára nám í ökugerði/ökuskóla 3 og stefnt er að því að fella alfarið niður undanþágur frá námi í ökugerði þegar fram líða stundir.
Athugið að í ljósi aðstæðna verður tímabundin almenn undanþága fyrir Norðurland, sem falla átti úr gildi 24. mars, framlengd.
stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=6fae0d46-6f26-47d8-a313-cb7150aaf936
Að undangengnu ökunámi og að loknu ökuprófi bæði skriflegu og verklegu þá hefur ökunemi öðlast ökuréttindi á fólksbíl þ.e. ef viðkomandi hefur náð 17 ára aldri.
En hvað felst í ökunámi? Eins og segir í námskrá um B réttindi þá skal ökukennsla hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann geti ekið með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Í námskránni er einnig nánar tiltetkið það sem ökukennari skal kenna ökunemanum og sjá til þess að hann nái að tileinka sér efnið, bæði bóklegt og verklegt sem er svo mikilvægt til að nýjir ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Að öryggi okkar allra sé sem mest.
En hvað þarf að uppfylla til að fá heimild til að þreyta ökuprófið? Við þurfum að hafa náð tilteknum aldri til að fá að byrja að læra að aka bifreið, við þurfum að ljúka við bóklegt nám sem tekið er í tveimur hlutum þ.e. ökuskóli 1 og ökuskóli 2. Við þurfum að hafa lokið við nám í ökugerði og við verðum að hafa lokið við ákveðinn fjölda verklegra kennslustunda sem er skv. námskránni 17 til 25 að jafnaði.
Mikilvægt er að hafa í huga að ökunám er ferli sem ökuneminn fer í gegnum með ökukennaranum og fjöldi atriða eru tekin fyrir á námstímanum sem við erum mis lengi að ná að tileinka okkur. Hvert er þá ferlið í ökunáminu og oft er spurningin hjá foreldrum og þeim sem hefja vilja ökunám, hvað á ég að gera? Hvar á ég að byrja?
Við byrjum á að finna ökukennara, t.d. á aka.is en það er heimasíða Ökukennarafélags Íslands (ÖÍ) og þar er listi yfir þá ökukennara sem eru starfandi og eru félagsmenn í ÖÍ. Einnig eru þar upplýsingar hvort ökukennarinn kenni á beinskipta- og/eða sjálfskipta bifreið og fleiri upplýsingar. Að því loknu þarf að sækja um ökunámsheimild og það er gert rafrænt á slóðinni https://island.is/fyrsta-okuskirteini-namsheimild , en mikilvægt er að hafa í huga að skila þarf inn læknisvottorði í sumum tilvikum og alltaf þarf að skila inn passamynd til sýslumanns. Eftir að einum ökutíma er lokið þá er heimilt að skrá sig í ökuskóla 1 (Ö1) en mikilvægt er að vera í góðu sambandi við ökukennarann um það hvernig best er að haga náminu. Ökuneminn þarf á námstímanum einnig að ljúka ökuskóla 2 (Ö2) og námi í ökugerði eða Ökuskóla 3. Að loknum ákveðnum tímafjölda í verklegu námi og að loknum Ö1 og Ö2 getur ökuneminn skráð sig í skriflegt ökupróf og mikilvægt er að skoða þau úrræði sem til eru varðandi það að taka skriflega ökuprófið. Að því loknu og þegar Ökuskóla 3 er lokið þá má þreyta verklegt ökupróf. Þegar skriflegu og verklegu ökuprófi er lokið með fullnægjandi hætti þá fær viðkomandi ökuskírteini sem gildir í þrjú ár, þ.e. bráðabirgða ökuskírteini. Fullnaðarskírteini sem gildir í fimmtán ár fær viðkomandi eftir að hafa farið í aksturmat með ökukennara, því má segja að þá lýkur ökunámi með ökukennara. En munum að stærsta prófið er að takast á við allar þær fjölbreyttu og óvæntu aðstæður sem taka á móti okkur úti í umferðinni og því prófi lýkur aldrei. Þess vegna er svo mikilvægt að ökunám sé gott, markvisst og að ökukennarar hafi möguleika á að þróast í starfi ásamt því að fá tækifæri til að undirbúa nýja ökumenn sem best fyrir þær áskoranir sem bíða þeirra í umferðinni.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands.
Ný reglugerð (nr. 250/2024) um umferðarmerki og notkun þeirra tekur gildi 1. mars 2024. Eldri umferðarmerki halda gildi sínu þar til þau verða fjarlægð eða þeim er skipt út. Gera má ráð fyrir að nemendur í skriflegu ökupróf verði spurðir út í nýju merkin frá 1. september en eftir 1. mars má gera ráð fyrir að nemendur verði ekki spurðir út í merki sem fallið hafa út úr reglugerðinni.
Á vef Samgöngustofu má finna ítarlegar upplýsingar um nýju reglugerðina, nýtt flokkunarkerfi og merki og þær breytingar sem hafa átt sér stað innan viðkomandi flokks
Skrifstofa félagsins verður lokuð á milli jóla og nýárs og fram til 5. janúar 2024.
Skrifstofa félagsins verður lokuð þann 14. 15. og 16. nóvember 2023.
Skrifstofa félagsins verður lokuð 28. og 29. september n.k.
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 31. ágúst til 8. ágúst n.k. vegna sumarleyfa.
Skrifstofa Ökukennarafélags Íslands verður lokuð milli jóla og nýárs. Við opnum aftur mánudaginn 2. janúar klukkan 10:00.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Innskráning