Ökukennarafélag Íslands óskar vegfarendum öllum gæfuríks komandi árs.
Stiklað á stóru í sögu Ökukennarafélags Íslands.
Á dögunum var því fagnað að Ökukennarafélag Íslands átti 70 ára afmæli en það var stofnað þann 22. nóvember árið 1946.
Af því tilefni birtist hér stutt viðtal við Guðbrand Bogason en hann var fyrst kosinn formaður árið 1982.
Að sögn Guðbrands var félagsstarfið stopult á fyrstu árum þess og var í raun endurvakið árið 1959 af nokkrum aðilum.
Fram til ársins 1958 fengu þeir sem höfðu meirapróf sjálfkrafa ökukennararéttindi en það ár var fyrsta ökukennaranámskeiðið haldið.
Þá fór menntun ökukennara þannig fram að auglýst var námskeið og komu að jafnaði 30 manns á námskeið. Síðan voru tekin próf eftir nokkrar lotur og að jafnaði útskrifuðust 3 ökukennarar á ári.
Árið 1965 þjappaðist ákveðinn hópur ökukennara saman þegar farið var í námsferð til Þýskalands og í framhaldi af því keyptu margir sér tilbúna kennslubíla frá Volkswagen.
Árið 1967, þegar undirbúningur fyrir hægri umferð stóð sem hæst, fór hópur héðan til Svíþjóðar í náms- og kynnisferð en Svíarnir voru þá nýlega búnir að skipta yfir í hægri umferð.
Það ár stofnaði ÖÍ ökuskóla og var hann staðsettur í Suðurveri í Stigahlíð.
Um það leyti jók félagið útgáfu að ýmiskonar fræðsluefni og hefur í gegnum árin verið leiðandi í útgáfu fræðsluefnis fyrir ökunám til allra ökuréttinda.
Árin 1985 og 1986 voru haldin voru tvö námskeið til ökukennararéttinda og útskrifuðust 25 ökukennarar hvort ár eftir þriggja vikna námskeið.
Guðbrandur nefndi að árið 1988 keypti ÖÍ í fyrsta skipti eign í Mjóddinni og flutti starfsemi sína þangað. Við það jókst félagstarfið og einnig varð bókaútgáfan blómleg.
Það sem að styrkti ökuskóla enn frekar var þegar meiraprófin voru færð frá Bifreiðaeftirliti ríkisins til ökuskóla árið 1991 og grundvöllurinn að þessum flutningi var starfsemi félagsins á Ökuskólanum í Mjódd.
Árið 1993 var gerður samningur milli Umferðarráðs og Kennaraháskóla Ísland með aðkomu ÖÍ um skipulagt ökukennaranám.
Ökuskólaskylda var síðan innleidd árið 1997 og festi það ökunám mikið í sessi.
Árið 2009 var nám í áhættuvarnarakstri ( Ö 3 ) skylda í ökunámi en það tók ÖÍ um 30 ára að sannfæra hið opinbera um mikilvægi slíks námskeið fyrir ökunema.
Var það mikið gæfuspor, sagði Guðbrandur að lokum.
Á aðalfundi Ökukennarafélags Íslands var ný stjórn kosin:
Björgvin Þór Guðnason formaður, Kristinn M. Bárðarson, Páll Sigvaldason, Svavar Svavarsson, Guðni Sveinn Theodórsson, Elvar Örn Erlingsson og Þórður Bogason.
Í varastjórn voru kosin:
Guðrún Sigurfinnsdóttir, Þorsteinn Sveinn Karlsson og Haukur Vigfússon.
Hér kemur fram ný og endurbætt heimasíða Ökukennarafélags íslands. Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á ýmsu varðandi síðuna sem vonandi nýtist ökunemum sem og ökukennurum í ÖÍ.
Er það von stjórnar að þetta mælist vel fyrir.
Formaður: Björgvin Þór Guðnason
Aðalstjórn: Svavar Svavarsson, Kristinn M. Bárðarson, Páll Sigvaldason, Þórður Bogason, Guðni Sveinn Theodórsson, Elvar Erlingsson.
Varastjórn: Guðrún Sigurfinnsdóttir, Þorsteinn Sveinn Karlsson, Pálmi B. Aðalbergsson.
Í dag 7. janúar 2015 undirritaði forseti Íslands fyrstur vegfarenda Umferðarsáttmálann við athöfn í húsnæði Frumherja hf. að Hesthálsi í Reykjavík. Að lokinni undirritun afhenti forseti Íslands fjórum nýútskrifuðum ökunemum sáttmálann.
Frá og með morgundeginum 8. janúar 2015 verður nýútskrifuðum ökunemum boðið að skrifa undir umferðarsáttmálann að loknu verklegu B-prófi.
Eins og menn eflaust muna þá var forseta Íslands afhentur Umferðarsáttmáli vegfarenda við athöfn í Húsdýragarðinum þann 18. september 2013. Í ræðu sinni þar gerði forsetinn það að tillögu sinn að sáttmálinn yrði tengdur ökunámi og kom með þá hugmynd að nýútskrifuðum ökunemum byðist að undirrita sáttmálann.
Áframhaldandi vinna fór í gang þar sem unnið var að þessari hugmynd. Að þeirri vinnu komu lögreglan, Samgöngustofa, Frumherji og Ökukennarafélag Ísland.
Þess má geta að í nýrri kennslubók til B-réttinda verður Sáttmálinn kynntur og er það von okkar að ökukennarar og ökuskólar kynni sér Sáttmálann og komi innihaldi hans áfram til ökunema sinna.
Sjá nánar um Sáttmálann:
http://www.ruv.is/ras-2/umferdarsattmali-verdur-til
http://www.logreglan.is/fraedsla/skolafraedsla/
https://is-is.facebook.com/Vertutil/posts/256444051158448?stream_ref=10
http://www.forseti.is/Frettir/Ollfrettin/5480
http://www.logreglan.is/umferdarsattmali-allra-vegfarenda/
http://www.mbl.is/myndasafn/mynd/272309/
Björgvin Þór Guðnason, formaður ÖÍ
Félagar ÖÍ eru hvattir til að kynna sér kjörin inni á félagsmannasvæðinu.
Stjórn ÖÍ
Á fundi Umferðarráðs, fimmtudaginn 20. júní, voru þeir Sigurður Helgason og Guðbrandur Bogason sæmdir gullmerki ráðsins í þakklætisskyni fyrir ötult starf þeirra í þágu umferðaröryggis á Íslandi undanfarna áratugi.
Nánar um fréttina hér á vef Umferðarstofu
Viðvera formanns
Formaður Ökukennarafélagsins er með fasta viðveru á skrifstöfu félagsins á miðviku- og föstudögum frá kl. 10:00 til 12:00 báða dagana.
Almennur félagsfundur var haldinn í húsnæði Ökukennarafélagsins að Þarabakka 30. maí 2013, kl. 20.00-22.00.
Fundarefni:
Innskráning