Fréttir & tilkynningar

11. maí 2012

Ökukennaradagurinn í Osló


Ökukennaradagurinn í Osló verður dagana 12. og 13. október.



 


Undanfarin ár hefur norska ökukennarasambandið ATL boðið um miðjan október upp á fræðslu- og kynningaráðstefnu í Osló. Boðið verður upp á fróðlega og áhugaverða dagskrá eins og allir þeir, sem hafa sótt ökukennaradaginn, geta borið vitni um.


Í tengslum við ráðstefnuna hafa ökukennarar fengið tilboð um gistingu hjá:


Thon Hotell Slottsparken,
Wergelandsveien 5
0167 Oslo


Þar bjóða þeir gistingu fyrir:


Eins manns herbergi 925 norskar krónur


Tveggja manna herbergi 1225 norskar krónur.


 


Um þessar mundir er ódýrast að fljúga með Norwegian en það kostar nú frá 1290 Nkr. miðað við að farið verði á fimmtudegi og komið aftur á sunnudegi.


SAS býður einnig flug en það er á um 40.000 kr. (um 1700 Dkr.)


Svo er að sjálfsögðu Icelandair sem býður flug báðar leiðir frá 46.000 kr.


ÖÍ getur aðstoðað félagsmenn við bókun á herbergjum og flugi en félagið veitir ekki fjárstyrki til fararinnar. Vegna skráningar á ráðstefnuna þarf félagið að vita hverjir hyggjast sækja hana svo hægt sé að bóka viðkomandi.


Vefslóð á heimasíðu TraffikkLærerDagen er þessi: 


http://www.atl.no/artikkel/2769

10. apríl 2012

Frumvarp til nýrra umferðarlaga


Frumvarpi til nýrra umferðarlaga var dreift á Alþingi 27. mars 2012.


Sjá frumvarpið

25. janúar 2012

Almennir félagsfundir


Fundur var haldinn að Þarabakka 3 í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar og annar á Greifanum á Akureyri laugardaginn 11. febrúar.
Á dagskrá var staða ökukennslu á Íslandi og önnur mál.

12. september 2011

Ný reglugerð um ökuskírteini tók gildi 9. sept. 2011


Þann 9. sept. 2011 tók gildi ný reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011. Hún kemur í stað reglugerðar um ökuskírteini nr. 501/1997 og reglugerðar um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla nr. 327/1999.


Sjá reglugerðina, pdf-skjal 690 kB

1. maí 2011

Fræðslumyndbönd Umferðarstofu


Á YoyTube eru 34 myndbönd sem Umferðarstofa hefur látið framleiða og geta nýst vel við kennslu.


Slóð inn á myndböndin.

17. apríl 2011

Ný afsláttarkjör fyrir félagsmenn


Stilling hf, Skorri hf og JHM sport ehf bjóða félagsmönnum afsláttarkjör gegn framvísum félagsskírteinis.
Sjá nánar.

3. nóvember 2010

OECD - samanburður slysatalna milli landa


Ný skýrsla frá OECD, International Transport Forum um samanburð og þróun slysatalna milli landa.
Opna skýrslu (pdf-10 síður 549 kB)

30. maí 2010

Ársþing 2010 var haldið 28. apríl s.l.


Á fimmta tug félagsmanna sátu ársþing félagsins sem haldið var að Grand Hótel Reykjavík 28. apríl 2010.
Engin breyting varð á stjórn, varastjórn, endurskoðendum, fulltrúum félagsmanna í Fræðslumiðstöð né fulltrúum í kjörnefnd. Í siðanefnd varð sú breyting að Sigurður Þór Elísson var kjörinn í stað Grétars Viðarssonar.
Sjá nánar stjórn og fulltrúa í nefndum.
23 sóttu um aðild að félaginu og voru allir samþykktir.

27. apríl 2010

Kennslumiðstöð Ökukennarafélags Íslands


Miðvikudaginn 28. apríl 2010 var kennslu- og prófasvæðið að Borgartúni 41 formlega tekið í notkun.
Með þessari aðstöðu skapast tækifæri til nútímalegri ökukennslu sem uppfyllir kröfur reglugerðar og námskrár.
Fyrsta námskeið Kennslumiðstöðvarinnar hófst á svæðinu 3. maí 2010,
sjá nánar vef Kennslumiðstöðvar.